Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Hér er búið að vera umsátursástand og samskiptin við borgina markast af tómlæti, stjórnleysi, óreiðu og misvísandi skilaboðum,“ segir Axel Hall, formaður húsfélags á Völundarlóð við Skúlagötu, en íbúar þar hafa orðið fyrir verulegum óþægindum vegna næturumferðar Strætó og annarrar strætisvagnaumferðar á endastöð sem nýlega var komið fyrir við fjölbýlishúsið.
Hann segir íbúa hafa orðið fyrir verulegum óþægindum vegna ástandsins sem borgaryfirvöld hafi skapað með ákvörðun sinni um endastöð við húsið hjá þeim.
„Við höfum barist með kjafti og klóm gegn þessari stjórnvaldsákvörðun borgarinnar á öllum stigum. Bæði hvað varðar breytingu á deiliskipulagi við afgreiðslu þess, síðar með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
...