Fyrirsætur í sundskýlum og bikiníum spókuðu sig í fyrsta skipti á sýningarpöllum í Sádi-Arabíu þegar Rauðahafstískuvikan var haldin á ferðadvalarstaðnum St. Regis við Rauðahafið í maí. Flegin hálsmál og pilsarifur upp á læri eru enn nýjabrum í landi …
Fyrirsætur í sundskýlum og bikiníum spókuðu sig í fyrsta skipti á sýningarpöllum í Sádi-Arabíu þegar Rauðahafstískuvikan var haldin á ferðadvalarstaðnum St. Regis við Rauðahafið í maí. Flegin hálsmál og pilsarifur upp á læri eru enn nýjabrum í landi sem þar til fyrir fimm árum skyldaði konur til að hylja höfuð sitt og ganga í víðum kuflum. Tískuráð Sádi-Arabíu áætlar að tískugeirinn í landinum muni velta 42 milljörðum dollara (5,8 billjónum króna) árið 2028.