Ekkert algrími getur leikið eftir þá samkennd, sköpunargáfu og ástríðu sem kennari kemur með í kennslustofuna. En gervigreindin getur svo sannarlega magnað þá eiginleika.
Nemendur rétta upp hönd í stærðfræðitíma í Khan Lab School í Palo Alto í Kaliforníu 22. maí 2023. Nemendur skólans eru meðal fyrstu skólabarna í Bandaríkjunum til að prófa spjallmenni á tilraunastigi sem líkja eftir einstaklingsmiðaðri tilsögn frá mennskum kennara.
Nemendur rétta upp hönd í stærðfræðitíma í Khan Lab School í Palo Alto í Kaliforníu 22. maí 2023. Nemendur skólans eru meðal fyrstu skólabarna í Bandaríkjunum til að prófa spjallmenni á tilraunastigi sem líkja eftir einstaklingsmiðaðri tilsögn frá mennskum kennara. — The New York Times/Ulysses Ortega

Anant Agarwal

er stofnandi edX, yfirmaður akademíunnar við 2U og prófessor í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði við MIT.

Þegar stórfelldar breytingar gerast hratt óttast menn oft það versta. Þróun mannsins hefur skilyrt okkur til að verjast rándýrum og í dag er gervigreind rándýrið sem mörg okkar sjá.

Það er auðvelt að festa í sessi þá hugmynd að gervigreind muni fækka störfum. Ég stýrði rannsóknarstofu tölvunarfræði og gervigreindar við Massachusetts Institute of Technology á tímabili sem nú virðist vera táningsár gervigreindar og ég get sagt frá fyrstu hendi að óttinn við að vélar taki yfir er ekki nýr af nálinni. Kynslóð mín trúði því að fyrstu handhægu reiknivélarnar myndu umturna námi. Þess í stað öðluðust nemendur verkfæri til að leysa vandamál hraðar og frelsi til að einbeita sér að hærra

...