Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi
Eyjar Athöfnin byrjaði í Sagnheimum og lauk inni á Eiði þar sem afhjúpaður var minnisvarði um slysið. Afkomendur og náin skyldmenni þeirra sem fórust í sjóslysinu 16. desember 1924 og voru viðstödd athöfnina á Eiðinu að lokinni samkomu í Safnahúsinu. Frá vinstri Kristrún Axelsdóttir og dóttir hennar Unnur Sigmarsdóttir, en Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir var afi Kristrúnar og langafi Unnar. Þá kemur Martea Guðmundsdóttir, en Guðmundur Guðjónsson frá Kirkjubæ var móðurbróðir hennar, og loks Einar Bjarnason, en Bjarni Bjarnason á Hoffelli var afi hans.
Eyjar Athöfnin byrjaði í Sagnheimum og lauk inni á Eiði þar sem afhjúpaður var minnisvarði um slysið. Afkomendur og náin skyldmenni þeirra sem fórust í sjóslysinu 16. desember 1924 og voru viðstödd athöfnina á Eiðinu að lokinni samkomu í Safnahúsinu. Frá vinstri Kristrún Axelsdóttir og dóttir hennar Unnur Sigmarsdóttir, en Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir var afi Kristrúnar og langafi Unnar. Þá kemur Martea Guðmundsdóttir, en Guðmundur Guðjónsson frá Kirkjubæ var móðurbróðir hennar, og loks Einar Bjarnason, en Bjarni Bjarnason á Hoffelli var afi hans. — Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Úr bæjarlífinu

Ómar Garðarsson

Vestmannaeyjum

Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi. Að byggja upp gott samfélag er langhlaup og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í jólakveðju sinni. Er hægt að taka undir með henni en óvissa er nokkur því enn hefur ný ríkisstjórn ekki sýnt á öll spilin í aukinni skattheimtu á atvinnuvegi sem eru hryggjarstykkið í sjávarbyggðum úti um land.

Á það bæði við um hefðbundinn sjávarútveg og fiskeldi á sjó og í landi. Útgerðin liggur vel við höggi því tekist hefur

...