Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi
Úr bæjarlífinu
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi. Að byggja upp gott samfélag er langhlaup og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í jólakveðju sinni. Er hægt að taka undir með henni en óvissa er nokkur því enn hefur ný ríkisstjórn ekki sýnt á öll spilin í aukinni skattheimtu á atvinnuvegi sem eru hryggjarstykkið í sjávarbyggðum úti um land.
Á það bæði við um hefðbundinn sjávarútveg og fiskeldi á sjó og í landi. Útgerðin liggur vel við höggi því tekist hefur
...