Baldur Arnarson
er blaðamaður á Morgunblaðinu.
Jólin nálgast þegar Margeir Pétursson, stórmeistari í skák og hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv, heimsækir Morgunblaðið.
Við höfum ekki mikinn tíma, því Margeir er á leið á skákmót í Reykjavík.
„Ég tefldi í gær og er að tefla í kvöld. Hér á Íslandi er ánægjulegt að sjá að margir ungir skákmenn eru mjög duglegir við að tefla og einnig að rannsaka skák. Ég sjálfur er aðallega að keppa í sveitakeppnum og hef mikla ánægju af því. Ég er fyrst og fremst að tefla fyrir ánægjuna og félagsskapinn og á marga ágætis vini í Lviv sem eru stórmeistarar eða þjálfarar. Þannig að heilmikið af félagslífi mínu í Lviv tengist skák, sem er þar mjög í hávegum höfð og það þykir öllum mjög merkilegt að hluthafi í bankanum
...