Galli í uppfærslu netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike fyrir um 8,5 milljónir notenda stýrikerfisins Windows frá Microsoft olli víðtækasta kerfishruni, sem orðið hefur í tölvuheimum til þessa. Gallinn varð til þess að kerfi lömuðust hjá allt frá…
Galli í uppfærslu netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike fyrir um 8,5 milljónir notenda stýrikerfisins Windows frá Microsoft olli víðtækasta kerfishruni, sem orðið hefur í tölvuheimum til þessa. Gallinn varð til þess að kerfi lömuðust hjá allt frá flugfélögum, bönkum og hótelum til sjúkrahúsa og kviknaði ótti um að gerð hefði verið netárás. Atvikið átti sér staði í júlí og hafði áhrif á fjórðung af 500 stærstu fyrirtækjum heims. Það afhjúpaði þá óþægilegu staðreynd að margar lykilstofnanir og fyrirtæki treysta á örfá tæknifyrirtæki til að halda lykilinnviðum gangandi. Tryggingafyrirtæki töldu að kerfishrunið myndi kosta fyrirtæki á Fortune 500-listanum rúmlega fimm milljarða dollara (694 milljarða króna) í tekjum og hagnaði.