Júní Claudia Sheinbaum vann sögulegar forsetakosningar í Mexíkó með miklum yfirburðum og varð þar með ekki bara fyrsta konan, heldur líka fyrsti gyðingurinn til að gegna þessu valdamesta embætti landsins. Það sem meira var, helsti keppinautur hennar var líka kona. Metkjörsókn var í kosningunum, sem kallaðar hafa verið þær stærstu í sögu Mexíkó. Sheinbaum, sem er loftslagsvísindamaður og fyrrverandi borgarstjóri í Mexíkóborg, er vinstrimaður líkt og forveri hennar, Andrés Manuel López Obrador. Hún var sett í embætti 1. október.