Þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í æðstu embættum landsins á árinu heyra til tíðinda fyrir margra hluta sakir, einna helst þær að konur gegna nú embætti forsætisráðherra, forseta og biskups
Forseti Halla Tómasdóttir flytur sitt ávarp frá Bessastöðum á nýársdag.
Forseti Halla Tómasdóttir flytur sitt ávarp frá Bessastöðum á nýársdag. — Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Sveinn Valfells

sveinnv@mbl.is

Þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í æðstu embættum landsins á árinu heyra til tíðinda fyrir margra hluta sakir, einna helst þær að konur gegna nú embætti forsætisráðherra, forseta og biskups. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Halla Tómasdóttir forseti munu flytja sín fyrstu ávörp til þjóðarinnar um áramótin; Kristrún að kvöldi gamlársdags og Halla á nýársdag. Þá mun Guðrún Karls Helgudóttir biskup flytja sína fyrstu nýárspredikun í embætti.

...