Mál vinar míns er sláandi áminning um vaxandi lögleysu í egypsku stjórnarfari í tíð Sisi forseta, sem hefur kerfisbundið afnumið stofnanir ríkisins frá því hann komst til valda árið 2014.
Mótmælendur í London halda á loft mótmælaspjöldum og mynd af andófsmanninum Alaa Abd El Fattah á fundi 2022. El Fattah situr í fangelsi í Egyptalandi. Mótmælendurnir kröfðust þess að stuðningi yrði hætt við Austur-Afríkuleiðsluna fyrir hráolíu.
Mótmælendur í London halda á loft mótmælaspjöldum og mynd af andófsmanninum Alaa Abd El Fattah á fundi 2022. El Fattah situr í fangelsi í Egyptalandi. Mótmælendurnir kröfðust þess að stuðningi yrði hætt við Austur-Afríkuleiðsluna fyrir hráolíu. — Reuters/May James

Ahmed Naji

er rithöfundur frá Egyptalandi og höfundur bókarinnar Rotten Evidence: Reading and Writing in an Egyptian Prison. Hann skrifaði grein þessa í Las Vegas þar sem hann býr í útlegð.

Skömmu eftir að ég kom í Tora-öryggisfangelsið í Kaíró kom fangi með stællega klippingu og gleraugu inn í klefann minn, rétti mér plastpoka og hvíslaði: „Frá Alaa.“ Í pokanum voru nokkrir sígarettupakkar, gjaldmiðillinn í fangelsinu; bláir og hvítir stuttermabolir, einu litirnir sem fangar máttu klæðast; og litlir plastpakkar með te og sykri.

Þetta var í febrúar 2016. Ég hafði verið handtekinn og dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að skrifa skáldsögu, sem að mati yfirvalda var svo klúr að hún braut í bága við lög. Pakkinn, sem tók á móti mér, var gjöf frá mínum kæra vini Alaa Abd El Fattah, andófsmanni

...