Við ættum almennt að fagna því að halda fólksfjölda í horfinu eða jafnvel að einhver fækkun verði.
Ezra Klein
Um langt skeið hefur helsta mannfjöldavandamálið í almennri umræðu verið offjölgun.
En nú hefur það áhyggjuefni bæst við að við stefnum í átt að fólksfækkun. Eftir því sem lönd verða ríkari um allan heim lækkar fæðingartíðni.
Raunin ætti augljóslega ekki að vera sú að samfélög eignist færri börn eftir því sem þau verða ríkari. Peningar gera lífið auðveldara. Ef þú ert betur fær um að sjá fyrir börnunum þínum ætti það að vera auðveldara að eiga fleiri börn. En fæðingartíðni heldur áfram að lækka.
Jennifer Sciubba er stjórnmálafræðingur, lýðfræðingur og höfundur bókarinnar „8 Billion and Counting“. Hún sat fyrir svörum um merkingu þessara mannfjöldatalna á mismunandi svæðum í heiminum og hver þróunin gæti
...