Það kom flestum á óvart þegar það birtist í blöðunum að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði gengið í hnapphelduna núna í jólaösinni í desember með Evu Bryngeirsdóttur jógakennara
— Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Kolbrún Bergþórsdóttir

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Það kom flestum á óvart þegar það birtist í blöðunum að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði gengið í hnapphelduna núna í jólaösinni í desember með Evu Bryngeirsdóttur jógakennara. Hann vill þó ekki ræða um þetta tiltæki. „Í fyrsta lagi kemur þér þetta ekki við, þetta er einkamál og ég ræði ekki persónuleg mál, allra síst við blaðakonu af íhaldsblaði,“ segir hann og snýr upp á sig þar sem við hittumst á skrifstofu hans rétt fyrir jólin.

En ertu rómantískur að eðlisfari?

„Nei, það er ég ekki. Ég er einrænn, nánast á einhverfurófi og tilfinningalega heftur.“

...