Á áramótum erum við minnt á tímann, hvernig hann flengist áfram ólmur og óstöðvandi og gefur engin grið. Gras tímans vex jafnt yfir athafnir og orð. Nagandi spurningar vakna í framhaldinu: Hvernig höfum við notað stundirnar sem okkur voru gefnar meðan jörðin fór enn einn hringinn um lífgjafann okkar, sólina?
Og lífsgangan, hvernig er henni svo háttað? Er hún hringur svo við getum lært af reynslunni, eða er hún bein lína, þar sem allt er sífelldlega nýtt og framandi og ekkert á að stóla?
Svarið helgast af því hvar við stöndum á göngunni miklu.
Ungt fólk lifir fyrir drauma sína og framtíðina, síðmiðaldra meta uppfyllingu starfsframa og metnaðar mest, en elsta fólkið lifir fyrir núið, hvern dag sem kemur, því framtíðin er annarra. Þeir sem ná aldri geta alltént slegið sér á lær og undrast
...