Gera verður mun á orsök og afleiðingu hærra raforkuverðs. Vegna skortstefnu stjórnvalda er mjög erfitt að auka framboð á grænni orku.
Magnús B. Jóhannesson
Magnús B. Jóhannesson

Magnús B. Jóhannesson

Ástandið í grænni orku á Íslandi hefur sjaldan verið verra. Illa gengur að fá leyfi fyrir grænni orku. Auðveldara er að fá leyfi fyrir dísilorkuveri (tvö ár) en grænorkuveri (16 ár) á Íslandi í dag eins og undirritaður benti á í grein sem birtist í Vísi 25. nóvember. Undanfarin ár hefur þurft að skerða raforku á hverjum vetri því ekki er næg orka til í landinu. Spáð er að svo verði einnig næstu ár. Skortsástandið hefur afleiðingar.

Orsök: Skortstefna stjórnvalda

Nú eru afleiðingarnar að koma í ljós af skortstefnunni sem ríkisstjórnir undanfarin ár hafa keyrt í orkumálum landsmanna undir merkjum umhverfisverndar og friðunar lands.

Hluti skýringarinnar er náttúrulegur en annar hluti sjálfskapaður, Íslendingar komu sér í þessa stöðu sjálfir

...