Árni Yngvason fæddist 27. apríl 1946 í Árnesi í Trékyllisvík, Strandasýslu. Hann lést í Orihuela í Alicante-sýslu á Spáni 21. nóvember 2024.
Foreldrar hans voru séra Yngvi Þórir Árnason f. 17.9. 1916, d. 4.2. 1991, og Jóhanna Helgadóttir prestsfrú, f. 27.9. 1927, d. 6.2. 2022.
Árni ólst upp á Prestbakka í Hrútafirði og var elstur í tíu systkina hópi. Á eftir honum komu þríburarnir Gísli, Helgi og Ragnheiður. Þar næst Sigurbjörg, Eysteinn, Hulda, Guðmundur, Magnús og síðust Þórdís. Gísli, Helgi og Sigurbjörg eru látin.
Eftirlifandi eiginkona Árna er Sigrún Bergmann Baldursdóttir verslunarkona. Börn Árna eru fimm talsins: 1) Sveinbjörn Ragnar, maki Kristín Harpa, sonur þeirra er Axel Hjörtur. 2) Sigrún Halla, maki Hannes Hrafn, dætur Sigrúnar eru Snædís og Sóley. 3) Hilmar Þór. 4) Hafsteinn
...