Ég vil byrja á því að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í sínum störfum fyrir land og þjóð. Fyrirséð er að skattgreiðendur þessa lands fái að svitna næstu árin til að standa undir óútfærðum útgjaldafrekum loforðum og markmiðum sem sjá mátti í knöppum stjórnarsáttmála Valkyrjanna.
Grunnatvinnuvegir þjóðarinnar mega sín svo lítils þegar kemur að því að halda friðinn og fram undan er barátta fyrir fullveldi íslensku þjóðarinnar en Valkyrjurnar vilja nú skyndilega Evrópusambandið sem þær vildu ýmist alls ekki, síður eða drápu málinu á dreif í kosningabaráttunni.
En það munar um Miðflokkinn nú sem fyrr – og sterkur átta manna þingflokkur mun beita skynseminni og taka slaginn fyrir íslensku þjóðina.
En strax á þessum fyrstu örfáu dögum eru nokkur mál sem blasa við að verða nýrri ríkisstjórn erfið og kalla á
...