Áframhaldandi hjöðnun verðbólgu er ekki sjálfgefin og vaxtalækkunarferli getur hæglega tafist eða snúist upp í andhverfu sína ef einhverjum af örmum hagstjórnar verður handvömm á.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og félagar hans í peningastefnunefnd gætu þurft að taka erfiðar ákvarðanir á komandi ári.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og félagar hans í peningastefnunefnd gætu þurft að taka erfiðar ákvarðanir á komandi ári. — Morgunblaðið/Karítas

ANDREA SIGURÐARDÓTTIR

er fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og hefur mikið fjallað um viðskipti, athafnalíf og stjórnsýslu.

Líkt og undanfarin ár hefur íslenskt viðskipta- og efnahagslíf litast af þrálátri verðbólgu og háum vöxtum á árinu sem nú er að líða. Nokkuð var um gjaldþrot meðal rótgróinna fyrirtækja. Opinberar tölur yfir gjaldþrot ársins liggja ekki enn fyrir en þau voru með mesta móti meðal fyrirtækja í virkum rekstri árið 2023. Sú tilfinning læðist að manni að þau hafi ekki verið færri í ár.

Það hillir þó undir bjartari tíma. Verðbólga hefur haldið áfram að hjaðna á árinu. Í árslok 2023 mældist ársverðbólga 7,7% en hún mælist nú 4,8%. Vaxtalækkunarferli peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hófst í byrjun október en fram að því höfðu stýrivextir Seðlabankans verið 9,25% í á

...