Heimurinn hefur aldrei verið betri, en sjaldan hættulegri. Hann er betri vegna stórkostlegra framfara í krafti viðskiptafrelsis og tækniþróunar. Fátækt hefur minnkað, heilsufar batnað, tækifærum fjölgað, umburðarlyndi aukist (á Vesturlöndum). En líkur á þriðju heimsstyrjöldinni hafa sjaldan verið meiri. Öxulveldin, Rússland, Kína, Íran og Norður-Kórea, brýna ekki aðeins vopnin, heldur nota, að vísu með misjöfnum árangri. Eitt merkilegasta fyrirbæri ársins 2024 var, hvernig smáríkinu Ísrael tókst að jafna um andstæðinga sína, hryðjuverkasamtökin Hamas og Hesbollah og bakhjarl þeirra, Íran. Þetta olli falli harðstjórans Assads í Sýrlandi, sem hvorki Íran né Rússland hafði afl til að afstýra. Pútín hefur ekki heldur tekist að leggja Úkraínu að velli. En Xi leynir því ekki, að hann bíður færis að hertaka Taívan eftir að hafa rofið alla samninga um Hong Kong. Og þótt Norður-Kórea sé smáríki, getur það gert
...