Séu það sannindi að tæknibyltingin stóra og fjárfestarnir á bak við hana kappkosti um þessar mundir að festa fé sitt í hernaðartækni er þess langt að bíða að raddir aðgerðasinna dagsins í dag nái nokkrum eyrum.
— Ian Grandjean

Timnit Gebru

er stofnandi og forstjóri rannsóknarstofnunarinnar Distributed Artificial Intelligence Research Institute og höfundur bókarinnar The View from Somewhere sem kallar eftir tækniframtíð sem þjónar samfélaginu.

Það var árið 1970 sem tveir starfsmenn Polaroid, efnafræðingurinn Caroline Hunter og ljósmyndarinn Ken Williams, komust á snoðir um að fyrirtækið seldi stofnunum hinnar aðskilnaðarsinnuðu stjórnar Suður-Afríku ljósmyndabúnað. Þá tækni nýttu valdhafarnir til að útbúa svokallaðar vegabækur, verkfæri sem ætlað var að tálma athafnir og ferðalög þeldökkra íbúa landsins.

Hunter og Williams urðu meðal stofnenda Samtaka byltingarsinnaðs Polaroid-starfsfólks (e. Polaroid Revolutionary Workers' Movement) sem gerði þá kröfu að fyrirtækið legði af starfsemi sína í Suður-Afríku. Ekki leið

...