Það er gott að byrja vísnaþáttinn á ljúfri jólavísu frá Sigrúnu Haraldsdóttur: Jeg sem vænti jólanáttar jöfnuð allra þrái; óska þess að minnimáttar mettir sofnað fái. Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi:…
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Það er gott að byrja vísnaþáttinn á ljúfri jólavísu frá Sigrúnu Haraldsdóttur:
Jeg sem vænti jólanáttar
jöfnuð allra þrái;
óska þess að minnimáttar
mettir sofnað fái.
Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi:
Flýtur sjónum oftast á
inni‘ í kirkju líta má,
stjörnumerki einnig er,
og álftin milli vængja ber.
Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu vísnagátunnar. Þetta þvælist ekki fyrir Hörpu á
...