Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla gátu séð hvernig fyrstu stjörnuþokurnar urðu til í gegnum James Webb-geimsjónaukann. Þeir greindu frá þessu í vísindatímaritinu Science í maí. Um er að ræða þrjár stjörnuþokur, sem eru meðal þeirra fyrstu og…
Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla gátu séð hvernig fyrstu stjörnuþokurnar urðu til í gegnum James Webb-geimsjónaukann. Þeir greindu frá þessu í vísindatímaritinu Science í maí. Um er að ræða þrjár stjörnuþokur, sem eru meðal þeirra fyrstu og mynduðust fyrir 13,3 til 13,4 milljörðum ára þegar alheimurinn var aðeins 400 til 600 milljóna ára gamall. Þessar nýju myndir frá því skömmu eftir upphaf alheimsins gætu veitt vísbendingar um það hvernig fyrstu stjörnukerfin urðu til.