Sigurður Sigurðarson
Enn eru vaktar upp kröfur um að rækta hér norskar kýr og eyða kyni Búkollu. Kröfurnar eru vanhugsaðar eins og fyrr. Brotið yrði skarð í varnarvegg, sem vel hefur reynst gegn innflutningi nýrra smitefna. Dýrmætir kostir íslenskrar mjólkur yrðu afmáðir. Smám saman myndi smithættan margfaldast. Einstæðum kostum íslenskrar mjólkur yrði kastað á glæ. Stefnt yrði í verksmiðjubúskap og stórar þungar kýr sem yrði að hafa inni allt árið, vegna upptroðnings á umhverfi gripahúsa og túna.
Menn vilja stytta leið til „kynbóta“ á ódýran hátt og gera lítið úr hættunum. Það er óábyrg afstaða. Kúabændur hafa staðið sig vel, síðan áhugamönnum var neitað um innflutning á norsku kúakyni fyrir tuttugu árum. Litla kýrin okkar hefur stórbatnað við betri umhirðu og ræktun. Nytin hefur aukist og Búkolla passar inn í nýju vélarnar og mjólkar
...