— The New York Times/Daniel Berehulak

Júlí Yfir tíu þúsund íþróttamenn og fjöldi áhorfenda komu víða að til að taka þátt í og njóta Sumarólympíuleikanna í París, sem fram fóru dagana 26. júlí til 11. ágúst. Opnunarhátíðin var tilkomumikil og keppendur létu regnið ekki trufla sig meðan þeir sigldu á bátum niður ána Signu. Keppt var í 32 greinum á leikunum, meðal annars í skrykkdansi, sem var nýjung. Næstu sumarólympíuleikar fara fram í Los Angeles 2028.

Október Metþurrkur í Suður-Ameríku hefur haft margvísleg áhrif í álfunni. Gríðarlegir skógareldar í Brasilíu urðu til þess að reykur lá yfir 80% landsins. Í Bogotá í Kólumbíu var vatn skammtað á heimilum og fólk hvatt til þess að fara saman í steypibað. Þá lækkaði yfirborð Amazon-árinnar um allt að 90% vegna regnskorts. Sama var að segja um Paragvæ-ána og stendur drengurinn á myndinni á sandbakka í farvegi hennar og dýfir tá í poll. Sérfræðingar segja þessar afleiðingar skýrt

...