Aðeins tvær Evrópuþjóðir hafa tryggt sér keppnisrétt á öllum fjórum mótunum. Það eru Frakkar og Þjóðverjar, tvær óumdeildar stórþjóðir.
VÍÐIR SIGURÐSSON
hefur verið fréttastjóri íþróttafrétta á Morgunblaðinu og mbl.is frá 2008 og starfað hjá Árvakri frá 2000. Áður var hann íþróttafréttamaður hjá DV, Þjóðviljanum og Dagblaðinu.
Ísland er tæplega í þeim flokki – eða hvað? Við eigum kannski eina aðferð til að skilgreina okkur í hóp stórþjóða. Getum reyndar ekki fullyrt fyrr en um miðjan apríl að sú skilgreining gangi upp.
Meðal stórmóta í íþróttum á árinu 2025 eru heimsmeistaramót karla í handknattleik í janúar, Evrópumót kvenna í fótbolta í júlí, Evrópumót karla í körfuknattleik í ágúst og september og heimsmeistaramót kvenna í handknattleik í nóvember og desember.
Aðeins tvær Evrópuþjóðir hafa tryggt sér keppnisrétt á öllum fjórum mótunum. Það eru Frakkar og Þjóðverjar, tvær
...