Anitta
Ég fæddist og ólst upp í favelu, hreysahverfi í Rio de Janeiro. Þar kynntist ég anda funk carioca, sem einnig er kallað brasilískt funk, frá fyrstu hendi. Þótt þessi tónlist sé gríðarlega vinsæl í Brasilíu og hlutum Rómönsku Ameríku er hún vanmetin á heimsvísu þrátt fyrir einstakan og líflegan hljóðheim. Til viðbótar við tónlistina endurspeglar funk carioca raunveruleika margra Brasilíumanna og er leið til að segja sögu þeirra, þar á meðal mína.
Í þessari tónlistarstefnu blandast saman undirgreinar hipphopps, elektrónísk danstónlist, freestyle og popp – en alltaf með sínu sérstaka, brasilíska yfirbragði. Úr þessari orkuríku blöndu verður til rafsveifla með trommutöktum, sýnishornum af vinsælum melódíum og ryþmum að viðbættum hráum söng. Lagið mit Joga pra Lua, sem á íslensku útleggst Tverkið fyrir tunglið – er dæmi um þennan stíl.
Funk carioca varð til í favelum Brasilíu á níunda áratugnum. Þessi víbrandi tónlist sér enn fyrir hjartslættinum
...