— The New York Times/Doug Mills

Donald J. Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í maí dæmdur sekur um að hafa falsað viðskiptagögn og varð þar með fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að hljóta dóm í sakamáli. Dómurinn féll í dómsal á Manhattan að sakborningnum viðstöddum. Trump sigraði í forsetakosningunum í nóvember. Hann er 78 ára gamall og elsti maður, sem kjörinn hefur verið til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hann tekur við embætti í janúar. Það hefur ekki gerst í 130 ár að fyrrverandi forseti hafi orðið forseti að nýju eftir að hafa misst embættið. Kamala Harris frambjóðandi demókrata markaði einnig tímamót í kosningunum. Hún er fyrsta svarta konan og fyrsta konan af suðurasískum uppruna, sem verður forsetaframbjóðandi annars stóru flokkanna í landinu.