Ég fer ævinlega í mitt eigið sjóbað á fyrsta degi nýs árs, í friði og ró með útvöldum vinum og vinkonum. Þetta er táknræn athöfn þar sem við þvoum af okkur gamla árið og göngum til móts við nýtt ár og nýtt upphaf alveg nýböðuð, beint upp úr hafinu
Halla Hún sækir kraft sinn í náttúruna, hér er hún að jarðtengja sig í Kerlingarfjöllum á góðum degi.
Halla Hún sækir kraft sinn í náttúruna, hér er hún að jarðtengja sig í Kerlingarfjöllum á góðum degi.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég fer ævinlega í mitt eigið sjóbað á fyrsta degi nýs árs, í friði og ró með útvöldum vinum og vinkonum. Þetta er táknræn athöfn þar sem við þvoum af okkur gamla árið og göngum til móts við nýtt ár og nýtt upphaf alveg nýböðuð, beint upp úr hafinu. Annars er ég ekki með neinar sérstakar hefðir um áramót, heldur spila eftir því hvar ég er stödd í heiminum hverju sinni og þá hef ég stundum gengið inn í siði þess lands,“ segir Halla Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, leiðsögumaður, stjörnuspekingur, jógakennari, heilari og galdrakona, svo fátt eitt sé nefnt, en hún rekur fyrirtækið Spiritual Journey. Margir þekkja þennan þúsundþjalasmið undir nafninu Halla himintungl, og er ekki úr vegi að spyrja hana út í stöðu himintungla nú um áramót og hvernig fólk geti unnið með

...