Starfsmenn Samsung fóru í verkfall í júní. Þetta er í fyrsta skipti, sem kemur til verkfalls í 55 ára sögu suðurkóreska raftækjarisans. Tæplega 28 þúsund starfsmenn, tæpur fjórðungur allra starfsmanna fyrirtækisins, lögðu niður störf í einn dag…
Starfsmenn Samsung fóru í verkfall í júní. Þetta er í fyrsta skipti, sem kemur til verkfalls í 55 ára sögu suðurkóreska raftækjarisans. Tæplega 28 þúsund starfsmenn, tæpur fjórðungur allra starfsmanna fyrirtækisins, lögðu niður störf í einn dag þegar snurða hljóp á þráðinn í samningaviðræðum um kaup og kjör, og stilltu sumir þeirra sér upp með steytta hnefa fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtæksins í Seúl. Samsung er metið hæst allra fyrirtækja á lista Forbes yfir 200 öflugustu fyrirtæki heims árið 2024. Það er með rúmlega fimmtung þjóðarframleiðslu Suður-Kóreu. Jay Y. Lee framkvæmdastjóri Samsung er að sögn Forbes auðugasti maður Kóreu.