Hvers kyns spilling hefur verið svo landlæg í stjórnkerfi ESB að komið hafa upp slík mál innan stofnunar sambandsins sem á að berjast gegn spillingu.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

Fjölmargir einstaklingar hafa tekið sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á liðnum árum sem verið hafa með dóma á bakinu fyrir spillingu heima fyrir, til rannsóknar fyrir meinta spillingu eða verið sakaðir um slíkt. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að þeir tækju sæti í henni með blessun þings sambandsins. Framkvæmdastjórnin hefur fyrir vikið oft virkað í gegnum tíðina líkt og skjól fyrir spillta stjórnmálamenn.

Meðal annars á þetta við um núverandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen, sem var þegar hún tók við embættinu til rannsóknar fyrir að hafa sem varnarmálaráðherra Þýzkalands ráðstafað háum fjárhæðum af skattfé í trássi við lög. Forveri hennar, Jean-Claude Juncker, bar sem forsætisráðherra Lúxemborgar ábyrgð á hundruðum leynilegra skattasniðgöngusamninga við

...