Inga Sæland
Inga Sæland

Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar var kynnt þann 21. desember sl. Þar kemur fram m.a. að stór skref verði stigin til að auka lífsgæði öryrkja og eldra fólks. Grunnframfærsla og frítekjumörk verða hækkuð og ýmis réttlætismál sem lengi hefur verið kallað eftir verða loks að veruleika.

Flokkur fólksins hefur barist af alefli gegn vaxandi kjaragliðnun almannatryggingaþega. Með nýrri samstiga ríkisstjórn verður loks klippt á þá öfugþróun sem hefur verið við lýði um árabil þar sem leiðrétting launa þessa hóps um hver áramót hefur ekki fylgt almennri launaþróun í landinu eins og kveðið er á um í 62. gr. almannatryggingalaga heldur eru þau látin fylgja neysluvísitölu sem orsakað hefur vaxandi kjaragliðnun ár frá ári. Er nú svo komið að frá efnahagshruni 2008 hafa þau, uppsafnað, verið hlunnfarin um ríflega 100 þúsund krónur á mánuði. Eftir langa og stranga baráttu Flokks fólksins fá öryrkjar og

...

Höfundur: Inga Sæland