María Rut Kristinsdóttir
María Rut Kristinsdóttir

Það er eitthvað við áramótin sem núllstillir okkur. Þau marka á sinn einstaka hátt lok eins tímabils og upphaf annars. Þar sem við kveðjum gamla árið með öllum þeim ótal stundum sem því fylgdu.

Sum ár eru þannig í lífshlaupinu að þau verða brennimerkt í huganum um aldur og ævi. Oft vegna djúpstæðra gleði- eða sorgarstunda, áfalla eða áskorana. En önnur ár líða nokkuð ljúflega hjá – stútfull af stundum hversdagsins. Það eru uppáhaldsárin mín. Ár sem einkennast allra helst af fyrsta sopanum af rjúkandi bolla morgunsins, litlum höndum í lófa á leið í ískaldan bílinn, spjallstundum við kaffivélina í vinnunni, að ætla alltaf að útbúa matarplan fyrir næstu viku (en gera það aldrei), góðum hlátursköstum, að setja þvottavélina aftur af stað, horfa í augun á þeim sem þú elskar og sofna yfir sjónvarpinu.

Við tökum oft ekki eftir þessum hversdagslegu hlutum.

...

Höfundur: María Rut Kristinsdóttir