Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íþróttakennarinn og knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Magnússon byrjaði sem framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra í ágúst 1984 og nú, rúmlega 40 árum síðar, er hann stiginn frá borði, en hann hefur verið framkvæmdastjóri á fjármála- og afrekssviði undanfarin ár. „Þetta er fínn tímapunktur til að hætta,“ segir hann og horfir stoltur og ánægður um öxl. „Ég hef eignast frábæra vini, unnið með frábæru starfsfólki innan um frábæra íþróttamenn. Fyrir það ber að þakka.“
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík hóf starfsemi 1974, fleiri félög bættust við á næstu árum og Íþróttasamband fatlaðra var stofnað 17. maí 1979. Markús Einarsson var fyrsti starfsmaðurinn og þegar hann fór í framhaldsnám var auglýst hálf staða og Ólafur ráðinn. Ég átti að vera
...