Skáldsaga ársins 2024 að mati gagnrýnendanna Árna Matthíassonar og Ragnheiðar Birgisdóttur er skáldævisagan Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Þau segja höfundinn berskjalda sig en skrifa af virðingu um breyskleika sinn og annarra
Bókaflóð Ragnheiður og Árni gera upp bókaárið 2024 í Dagmálum.
Bókaflóð Ragnheiður og Árni gera upp bókaárið 2024 í Dagmálum.

Skáldsaga ársins 2024 að mati gagnrýnendanna Árna Matthíassonar og Ragnheiðar Birgisdóttur er skáldævisagan Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Þau segja höfundinn berskjalda sig en skrifa af virðingu um breyskleika sinn og annarra. „Mér finnst þetta alveg æðisleg bók,“ segir Árni og nefnir að Guðrún Eva skrifi bæði skáldlega og fallega.

Í þættinum fara rýnarnir yfir 30 bækur sem þeim þykir vert að hampa. Þær tilheyra ólíkum bókmenntagreinum; skáldsögur, ljóð, glæpasögur, barnabækur, ævisögur og fræðirit. Sem dæmi völdu þau Tjörnina eftir Rán Flygenring sem barnabók ársins, Dauðinn einn var vitni eftir Stefán Mána sem glæpasögu ársins og Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson í flokknum ný rödd ársins.