Settur umboðsmaður Alþingis sendi Skipulagsstofnun bréf í desember 2020 vegna kvartana og ábendinga um að málsmeðferð sveitarfélaga í skipulagsmálum væri ekki í samræmi við réttarþróun og markmið skipulagslaga um aðkomu almennings
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Settur umboðsmaður Alþingis sendi Skipulagsstofnun bréf í desember 2020 vegna kvartana og ábendinga um að málsmeðferð sveitarfélaga í skipulagsmálum væri ekki í samræmi við réttarþróun og markmið skipulagslaga um aðkomu almennings. Umboðsmaður óskaði eftir því að bréfinu yrði svarað fyrir 1. mars 2021. Skipulagsstofnun svaraði umboðsmanni 21. mars 2023, rúmum tveimur árum seinna en umboðsmaður óskaði eftir.