Jón Kr. Jóhannesson fæddist 31. október 1929. Hann lést 17. desember 2024. Útför fór fram 30. desember 2024.

Við minnumst Jóns Kr. Jóhannessonar, sem lést þann 17. desember 2024. Jón gerðist Musterisriddari árið 1955. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Regluna og átti sæti í meistararáði í mörg ár. Árið 2009 tók hann 10. stig Reglunnar. Jón var traustur félagi, skyldurækinn, fórnfús, árvakur og staðfastur starfsmaður Musterisins. Hann var vandvirkur í öllu starfi sínu fyrir Regluna. Góð fyrirmynd fyrir okkur bræðurna. Hann hafði sterk áhrif á reglustarfið og lagði sitt af mörkum til velgengni hennar. Vinnuframlag Jóns við framkvæmdir á húsakosti Reglunnar í gegnum tíðina hefur haft mikil áhrif á stöðu húsnæðis Reglunnar í dag. Hann var kraftmikill listasmiður sem lætur eftir sig ótal smíðisgripi og innréttingar sem prýða húsnæði Reglunnar í dag og verður honum seint þakkað það

...