Árið 2024 er nú að baki, og það er tilvalið að rifja upp eftirminnilegustu afrek ársins – sérstaklega þau sem tengjast undarlegum og skemmtilegum heimsmetum úr Heimsmetabók Guinness. K100 tók saman nokkur af furðulegustu heimsmetunum sem slógu í gegn á árinu

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Árið 2024 er nú að baki, og það er tilvalið að rifja upp eftirminnilegustu afrek ársins – sérstaklega þau sem tengjast undarlegum og skemmtilegum heimsmetum úr Heimsmetabók Guinness.

K100 tók saman nokkur af furðulegustu heimsmetunum sem slógu í gegn á árinu.

Þykkasta tunga heims

Sacha Feiner frá Belgíu setti heimsmet með tungunni sinni, sem er þykkasta tunga heims með ummál upp á 17 cm. Sem betur fer virðist tungan ekki hafa áhrif á málfar hans og hann segist sjaldan lenda í því að bíta sig í tunguna. Jenny DuVander frá Bandaríkjunum á einnig metið fyrir konur, þar sem ummál tungunnar er 13,25 cm.

Lengsta ferð með graskersbát

...