Fengitíðin er mjög skemmtilegur tími og þetta hefur gengið vel núna, allar fullorðnar ær gengnar hjá mér, utan ein. Ég leita á með gamla laginu á fullorðnu ánum, en ég set lambhrútana í hjá gemlingunum og ég náði að sæða þrjátíu og eina á, þær gengu …
Smalamennska Sigurbjörn með fjárrekstur í Krókamýri og uppáhaldið hans, forystuærin Hetta, leiðir hópinn.
Smalamennska Sigurbjörn með fjárrekstur í Krókamýri og uppáhaldið hans, forystuærin Hetta, leiðir hópinn. — Ljósmyndir/Stefán Már Ágústsson

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Fengitíðin er mjög skemmtilegur tími og þetta hefur gengið vel núna, allar fullorðnar ær gengnar hjá mér, utan ein. Ég leita á með gamla laginu á fullorðnu ánum, en ég set lambhrútana í hjá gemlingunum og ég náði að sæða þrjátíu og eina á, þær gengu svo grimmt,“ sagði Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari, íþróttalýsandi og sauðfjárbóndi, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans norður í Þingeyjarsýslu rétt fyrir jól og innti hann eftir hvernig hefði gengið hjá honum í fengitíðinni þetta árið. Sigurbjörn heldur um 108 kindur í Álftagerði þar sem móðir hans býr, en sjálfur býr hann með fjölskyldu sinni á Laugum í Reykjadal þar sem hann er skólameistari framhaldsskólans.

„Þetta er spölur, tuttugu og sex kílómetrar milli Lauga og Álftagerðis.

...