Elín Jónsdóttir fæddist á Þórustöðum í Önundarfirði 10. september 1940. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 26. nóvember 2024.

Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi og sjómaður frá Neðri-Breiðadal, Holtssókn, f. 20. apríl 1898, d. 6. september 1967, og Elín Hólmgeirsdóttir húsfreyja frá Tungu í Firði, Mosvallahreppi, f. 7. mars 1907, d. 25. janúar 1967.

Bræður Elínar eru Hólmgeir, f. 27. mars 1931, d. 19. júní 2012, Jón Friðgeir, f. 22. desember 1932, Magnús, f. 23. ágúst 1948, og Halldór, f. 27. nóvember 1950, d. 22. desember 2007.

Elín giftist 22. apríl 1971 Hartmanni Þorbergssyni, f. 3. mars 1935, d. 31. maí 1981. Börn þeirra eru Brynjar Már, f. 1973, kona hans er Stephanie McMillan, f. 1977, og Elín Erna, f. 1976, maður hennar er Riku Anttila, f. 1976. Börn þeirra eru Saga Elín, f. 2008, og

...