Sjósundshópurinn Glaðari þú lét átta stiga frost ekki halda aftur af sér þegar hann dýfði sér í sjóinn við Langeyrarmalir skömmu eftir hádegið í gær. Viðburðurinn var á vegum Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækisins Trefja sem útvegaði sánaklefa sem hífður var á bakkann.
Sjósundshópurinn gat því hlýjað sér í hlýrri gufunni eftir að hafa tekið sundsprett í hafinu. Gleðin var sannarlega allsráðandi þegar ljósmyndara blaðsins bar að bakkanum í gær og ber hópurinn því nafn með rentu.