— AFP/Niharika

Þessir verkamenn sem hér sjást til hliðar eru í hópi þeirra fjölmörgu sem nú undirbúa hina miklu trúarhátíð hindúa á Indlandi, Maha Kumbh Mela. Þá munu m.a. baða sig um og yfir 30 milljónir pílagríma þar sem fljótin Yamuna og Ganges renna saman.

Hátíðin hefst 13. janúar næstkomandi og lýkur 26. febrúar. Þessi einstaka hátíð er aðeins haldin á 12 ára fresti og fer að mestu fram í hinni fornu borg Prayagraj. Milljónir einstaklinga koma til með að baða sig í Ganges-fljóti en baðdagarnir eru alls sex meðan hátíðin stendur yfir og talið er að allt í allt 100 milljónir pílagríma muni baða sig í fljótunum í janúar og febrúar. Hindúar trúa því að baðferð í Sangam, sem er staðurinn þar sem fljótin mætast, hreinsi burt syndir og veiti sáluhjálp.