Á þessum tíma ársins er viðeigandi að fara yfir farinn veg og meta stöðuna. Yfirleitt vitum við hvort við erum að koma eða fara en oft er þægilegra að láta lífið bara líða hjá án þess að við þurfum sjálf að leggja eitthvað á okkur.
Ef fólk andar djúpt og gefur sér nokkrar mínútur í friði og ró þá er svörin við öllum helstu spurningum að finna í hjartanu. Ef þú nennir ekki að anda og leita svara í hjartanu þá gæti verið einfalt að spyrja sig einnar spurningar: Hlakkar þú til að vakna á morgnana og mæta í vinnuna á hverjum degi?
Það er líklega fátt verra en að vera í vinnu sem veitir takmarkaða gleði og enn þá verra ef þú hefur ekki hæfni í starfið. Það er mjög vont að vera í vinnu sem fólk ræður ekki við. Ég hef einu sinni verið í þessum sporum og það var afleitt.
...