„Svo lenti ég í bílslysi, fékk slæmt brjósklos og það var tvísýnt hvort ég gæti haldið áfram sem golfkennari. Ég fann þarna að ég vildi mennta mig meira og þá ekki síst til að tryggja mér atvinnu í framtíðinni.“
Ástráður fann sig þegar hann hóf rafvirkjanám og starfar við það í dag.
Ástráður fann sig þegar hann hóf rafvirkjanám og starfar við það í dag. — Morgunblaðið/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Addi býr í Árbænum með Hrafnhildi Sesselju Mooney og segir þau eiga samtals fjögur börn og átta mánaða míní-schnauzer-hundinn Lottu. Hann bjó í ein tíu ár í Svíþjóð þar sem hann gifti sig og eignaðist tvö börn. Þar vann hann sem PGA-golfkennari í stórum klúbbi en hann vinnur enn við golfkennslu. Auk golfsins segist hann fara í fjallgöngur, á skíði og hafa gaman af ferðalögum.

„Ég hef líka mjög gaman af því að dunda mér við endurbætur á heimilinu.“

Hálfgerður Bjarnfreðarson

Addi er fæddur og uppalinn í Reykjavík en hann hóf skólagöngu sína í Laugarnesskóla og lauk grunnskólanum í Hólabrekkuskóla með viðkomu í Fossvogsskóla. Addi segist geta státað af nokkrum gráðum og bætir við að hann sé nettur Bjarnfreðarson. „Eftir grunnskólann lá leiðin í Fjölbraut við Ármúla þaðan sem ég útskrifaðist sem stúdent árið 1994. Ég

...