Þýsku handknattleiksmennirnir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher hafa báðir þurft að draga sig úr þýska HM-hópnum vegna meiðsla

Þýsku handknattleiksmennirnir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher hafa báðir þurft að draga sig úr þýska HM-hópnum vegna meiðsla. Báðir voru þeir í stórum hlutverkum þegar Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, höfnuðu í 2. sæti á Ólympíuleikunum í París í Frakklandi í sumar. Þeir Tim Zechel, Magdeburg, og Lukas Stutzke, Hannover-Burgdorf, hafa verið kallaðir inn í landsliðshópinn í þeirra stað.

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar í upphafsleik Bestu deildar karla í fótbolta 2025, laugardagskvöldið 5. apríl, samkvæmt drögum að niðurröðun deildarinnar sem KSÍ birti í gær. Aðrir leikir fyrstu umferðar eiga að fara fram 6. og 7. apríl og þar mætast Valur – Vestri, KA – KA, Fram – ÍA, Víkingur R. – ÍBV og

...