Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sendir þættinum góðar kveðjur: „Mér dettur í hug að þú getir kannski notað þessar, nú þegar sól fer að hækka á lofti þó að lítið sjáist til hennar: Bak við fjöllin bjarmi af sól boðar hlýrri daga, er vorið sest á veldisstól og vekur grös í haga
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sendir þættinum góðar kveðjur: „Mér dettur í hug að þú getir kannski notað þessar, nú þegar sól fer að hækka á lofti þó að lítið sjáist til hennar:
Bak við fjöllin bjarmi af sól
boðar hlýrri daga,
er vorið sest á veldisstól
og vekur grös í haga.
Vekur líf og vonar þrótt,
vermir kalið hjarta,
hrekur dimma, dapra nótt,
daga glæðir bjarta.“
Hún heldur áfram: „Þessi árstími verður mér oft að yrkisefni, það hefur eitthvað að gera með skil birtu og myrkurs og þau óræðu tímamót
...