Markvörður Telma Ívarsdóttir hefur varið mark Breiðabliks.
Markvörður Telma Ívarsdóttir hefur varið mark Breiðabliks. — Morgunblaðið/Eggert

Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir er að ganga til liðs við skoska knattspyrnufélagið Rangers. Fótbolti.net greinir frá. Telma, sem er 25 ára gömul, hefur leikið með meisturum Breiðabliks frá árinu 2016. Hún lék 20 leiki með liðinu í Bestu deildinni í sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari en hún er uppalin hjá Fjarðabyggð. Rangers er í öðru sæti skosku 1. deildarinnar með 39 stig eftir 17. umferðir, fimm stigum minna en topplið Glasgow City.