Anna G. Þorsteinsdóttir fæddist á Akureyri 28. nóvember 1931. Hún lést á Hrafnistu, Laugarási, 10. desember 2024.

Foreldrar Önnu voru Þorsteinn Jónsson, verkamaður á Akureyri, f. 24. des. 1881 í Hrafnsstaðakoti, Svarfaðardal, d. 25. apríl 1966, og k.h. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 17. júlí 1894 í Bolungarvík, d. 2. maí 1977.

Anna var send í fóstur fjögurra ára suður til Reykjavíkur til föðursystur sinnar, Önnu Jónsdóttur húsfreyju, f. 20. júní 1889 í Hrafnsstaðakoti í Svarfaðardal, d. 2. jan. 1974, og manns hennar Sveinbjörns Angantýssonar innheimtumanns, f. 13. ágúst 1891, d. 9. júní 1969.

Systkini Önnu eru Guðmundur, verkfræðingur, f. 1921, d. 2012, Jón, lögfræðingur, f. 1924, d. 1994, Albert, f. 1926, d. 1926, Kristján, f. 1929, d. 1949, Frímann, bóndi, f. 1933, d. 2019 og Guðrún

...