Stjórnendur fyrirtækja verða í auknum mæli að leita leiða til þess að gera lærdóm að kjarnafærni í fyrirtækjum vegna þess að það er á þeirra ábyrgð að fyrirtæki staðni ekki eða verði úrelt. Þeir mega ekki verða flöskuháls á framfarir. Þeir þurfa sjálfir að vera fordæmi og fyrirmynd og vera tilbúnir til þess að grípa tækifæri framtíðarinnar,“ segir dr. Eyþór Ívar Jónsson forseti Akademias sem er sérfræðingur í stjórnun, stefnumótun og stjórnarháttum.
„Það er margt spennandi að gerast hjá Akademias. Við erum búin að útskrifa hátt í 500 manns á árinu sem senn er liðið úr löngu námslínunum okkar; leiðtoganáminu, míní-MBA og náminu viðurkenndir stjórnarmenn. Við vorum með útskrift rétt fyrir jól þar sem við útskrifuðum 16. hópinn úr viðurkenndum stjórnarmönnum og má því segja að við höfum gjörbreytt framboðinu á hæfu fólki til stjórnarstarfa á undanförnum árum,“ segir dr.
...