Vinnustaðir sem eru með virkt fræðslustarf verða því betri vinnustaðir sem skapa meiri verðmæti fyrir viðskiptavini.
Guðmundur Arnar Guðmundsson segir Avia fræðslu- og samskiptakerfi hafa mikil og jákvæð áhrif á vinnustaði í þjónustu hjá Akademias.
Guðmundur Arnar Guðmundsson segir Avia fræðslu- og samskiptakerfi hafa mikil og jákvæð áhrif á vinnustaði í þjónustu hjá Akademias.

Síðasta haust tók Akademias yfir hugbúnaðarfyrirtækið Avia,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Akademias. „Avia er fræðslu- og samskiptakerfi sem yfir 50 vinnustaðir á Íslandi nota í dag. Kerfið heldur utan um rafræna fræðslu, er samskiptakerfi eins og Facebook Workplace og getur jafnframt gegnt hlutverki innri vefs. Avia er veflausn og sem slík ávallt aðgengileg starfsfólki, en flestir vinnustaðir kjósa að láta setja upp fyrir sig snjallforritið (e. app) til þess að efla enn frekar notendaupplifunina,“ segir hann.

Avia hefur haft mikil og jákvæð áhrif á vinnustaði í þjónustu hjá Akademias. „Viðskiptavinum finnst einfaldlega frábært að geta fengið alla þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað. Þjónusta Akademias felur í sér Avia fræðslu- og samskiptakerfi. Yfir 190 rafræn námskeið, textuð á fjölmörgum tungumálum. Framleiðslu

...