Miklar framfarir hafa orðið í áætlanagerð og nú er ótvírætt að dýrari gerð borgarlínu er ótímabær.
Elías Elíasson
Elías Elíasson

Elías Elíasson

Um áramót verður manni hugsað til þess hve hratt heimurinn er farinn að breytast.

Við fengum nýja þríhöfða stjórn í jólagjöf og öll höfuðin kvenkyns. Forseti Íslands og forseti Alþingis eru líka konur og vantar ekkert nema Hæstarétt til að hér sé algert kvennaríki. En þótt þetta geti breytt því hvernig við lögum okkur að nýrri framtíð heldur framtíðin áfram að breytast hraðar en fólk nær að skipta um skoðun. Það er vandinn.

Borgarlínusaga

Saga borgarlínunnar er ef til vill skýrasta dæmið um hvernig fer ef menn hengja sig í eina framtíðarsýn og eitt plan.

Umferðin var farin að þrengjast inn að miðju Reykjavíkur. Þar hafa stjórnkerfi lands og borgar aðsetur, þar var einnig viðskiptamiðjan og margar helstu

...