Sumarrós Magnea Jónsdóttir fæddist á Akranesi 11. janúar 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. desember 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Jón Pálsson, vélstjóri og vélvirki frá Sólmundarhöfða á Akranesi, f. 8. okt. 1917, d. 15. apríl 1994, og María Magnúsdóttir húsfreyja frá Siglufirði, f. 22. maí 1920, d. 8. nóvember 1979. Systur hennar eru Guðný, f. 13. júlí 1941, og Jóna Maja, f. 21. maí 1950.

Hún giftist árið 1965 fyrri manni sínum, Magnúsi Þórarni Jónssyni, f. 28. maí 1943, d. 8. maí 2021.

Hún giftist seinni eiginmanni sínum 1976, Svavari Ágústssyni, f. 8. október 1946, d. 27. júlí 2016. Synir þeirra eru: 1) Jón Már, f 29. ágúst 1979, giftur Söndru Mariu Troelsen og eiga þau þrjú börn saman, Indíönu Mist 8 ára, Ísar Mána 5 ára og Móeyju Maríu 3 ára. Jón Már á

...