Úrvalsdeild karla í körfubolta hófst á ný í gærkvöldi eftir jólafrí og er óhætt að segja að keppni hafi farið af stað með miklum látum. Gríðarleg spenna var í öllum þremur leikjum gærkvöldsins og úrslitin réðust á lokasekúndum í venjulegum leiktíma í tveimur leikjum og í framlengingu í þeim þriðja
Körfuboltinn
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Úrvalsdeild karla í körfubolta hófst á ný í gærkvöldi eftir jólafrí og er óhætt að segja að keppni hafi farið af stað með miklum látum. Gríðarleg spenna var í öllum þremur leikjum gærkvöldsins og úrslitin réðust á lokasekúndum í venjulegum leiktíma í tveimur leikjum og í framlengingu í þeim þriðja.
Eftir töp fyrir toppliði Stjörnunnar og Tindastóli í öðru sæti tókst Njarðvík að vinna kærkominn sigur á Þór frá Þorlákshöfn í miklum spennuleik. Urðu lokatölur í Njarðvík 106:104.
Með sigrinum er Njarðvík ein í þriðja sæti með 14 stig, tveimur stigum á eftir Tindastóli og sex á eftir Stjörnunni, en þau eiga bæði leik til góða.
...